139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þm. Ásbjörn Óttarsson séum svolítið sammála um þetta. Ég sé ekki muninn á því eins og ráðningar eru í dag að ekki sé hægt að færa menn eða konur sem ráðin eru beint inn í Stjórnarráðið á milli verkefna og þangað sem meira er að gera. Ég fór kannski út í öfgar með að segja að það yrði gert í ósætti við þá sem hlut eiga að máli. Ég er alveg hjartanlega sammála því að auðvitað væri það gott og vonandi verður fólk flutt til og vinnur þar sem þörfin er mest en situr ekki og leggur kapal þar sem minna er að gera.