139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Hæstv. forseti. Fyrr í dag var samþykkt í atkvæðagreiðslu að þingfundur mætti standa lengur í dag en þingsköp gera ráð fyrir. Spurning mín er þessi: Er það ekki réttur skilningur að átt hafi verið við þingstörfin í dag? Þessi dagur endar á miðnætti þannig að ég vil spyrja hvort gert sé ráð fyrir því að við verðum ekki hér lengur en til miðnættis til þess að við getum skipulagt fjölskyldulíf okkar í kvöld. Ég óska eftir því, frú forseti, að þeirri spurningu verði svarað úr forsetastóli.