139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst vera áberandi eftir að þessi hæstv. ríkisstjórn tók við og reyndar sú sem sat stuttu áður að algjörlega hefur skort samráð. Það er kvartað í öllum umsögnum (Gripið fram í.) til nefnda … (Gripið fram í.)

Frú forseti. Gæti ég fengið frið fyrir þessum ágæta þingmanni þarna sem stöðugt er (Gripið fram í.) mál að tala?

Mér finnst vera áberandi hvað er lítið samráð. Ég hygg að þessir næturfundir hérna dag eftir dag séu vegna þess að menn hafi ekki haft samráð. Það sverfur alltaf til stáls vegna þess að það er ekki tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hugsanlega mundi vilja og þess sem ríkisstjórnin vill. Það væri hægt að ná miklu meiri árangri ef hæstv. ríkisstjórn færi að tala við mann og annan. (MÁ: Eins og var einu sinni.)