139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:10]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi ekki mig til til að sjá það hvers konar deilur eru í ríkisstjórninni þegar kemur að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég hygg að ráðherrar í ríkisstjórninni sjái bara um það sjálfir í fyrirspurnatímum hér á morgnana að sýna okkur hvers konar ágreiningur er um stöðu þess hæstv. ráðherra og hvort hann eigi að vera áfram í ríkisstjórninni. Það þýðir ekkert fyrir hæstv. forsætisráðherra að segja að hún vilji ekkert keyra þetta mál í gegn en vera engu að síður að því. Ég hef ekki fengið neinar haldbærar skýringar á því af hverju þarf að afgreiða þetta mál núna. En hitt blasir við að það er ákveðinn vilji innan ríkisstjórnarinnar að gera breytingar á ríkisstjórn. Í það hefur sjálfur hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra látið skína, hafi hann ekki bara beinlínis sagt það.