139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:18]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir beiðnir þeirra tveggja þingmanna sem töluðu á undan már. Ég fylgdist með því í kvöld að frú forseti var spurð út í hversu lengi fundur ætti að standa í kvöld. Það komu svo sem engin svör við því, alla vega ekki um lok fundar. Það er mikilvægt að við vitum það til að við getum skipulagt okkur. Á dagskrá í dag voru 32 mál. Við erum enn í máli 4 og höfum verið þar frá því í morgun. Á dagskrá er fullt af áhugaverðum málum sem mikilvægt er að klára, t.d. húsnæðismál og heimildir til Íbúðalánasjóðs sem mundu skipta heimilin miklu máli og gætu komið á eðlilegum lánamarkaði í landinu. Það eru líka fjölmörg mál sem samkomulag er um og væri skynsamlegt að klára. Ég hélt satt best að segja að það hefði verið hugmyndin með þessum septemberstubbi að hann yrði notaður í slík mál frekar en að við værum hér (Forseti hringir.) dag eftir dag að þvæla í málum sem engin þörf er á að klára og eru það vanbúin að óskynsamlegt er (Forseti hringir.) að eyða meiri tíma í þau.