139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:24]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil gera aðra tilraun til að inna hæstv. forseta eftir svörum um hversu lengi hún hyggst láta þennan ágæta þingfund standa. Eins og við ræddum áðan undir liðnum fundarstjórn forseta var tillagan um að halda áfram þingfundi bundin við daginn í dag sem endar á miðnætti. Það væri fínt að fá úr þessu skorið. Ég óska eftir því að hæstv. forseti gefi okkur skýr svör um það hvort ætlunin sé að halda fram fundi lengur en til miðnættis.

Síðan vil ég aðeins nefna út af orðum sjálfskipaðs siðameistara þingsins, hv. þm. Merði Árnasyni, (MÁ: Marðar …) Marðar Árnasonar, fyrirgefið, að það er alveg merkilegt að ef haldnar eru fleiri en tvær ræður um eitthvert mál er þingmaðurinn kominn í mesta ofboði og kallar allt saman málþóf. Þetta er annar fulltrúi Samfylkingarinnar, flokks samræðustjórnmálanna, umræðustjórnmálanna, þar sem við eigum að leita leiða með samtali (Forseti hringir.) og samvinnu. Mér þykir mjög ankannalegt í fyrsta lagi að það sé undir eins kallað málþóf og (Forseti hringir.) í öðru lagi að hv. þingmaður geti aldrei setið á sér (Forseti hringir.) og leyft ræðumönnum að klára án þess að vera með stöðug frammíköll.