139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:26]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hefði talið að það skipti meginmáli fyrir málið sjálft að ræða það af festu og ábyrgð í 2. umr. Í 1. umr. er kynning á málinu. Þar eru álitamál kannski reifuð. Síðan fer málið í nefnd. Þaðan kemur það aftur til meginumræðunnar í þinginu í 2. umr. Hér koma þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hver á fætur öðrum til að skammast yfir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar ræði mál í 2. umr. og nýti sér þann ræðutíma sem þeir hafa og væna fólk um að nenna ekki að vinna vinnuna sína.

Frú forseti. Hvers konar umræða er það af hálfu stjórnarþingmanna sem hafa fæstir döngun í sér til að taka þátt í 2. umr. um þau mikilvægu mál sem (Forseti hringir.) verið hafa á döfinni undanfarna daga? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)