139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:31]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka glaðlegar og skemmtilegar ræður hv. stjórnarþingmanna, Marðar Árnasonar og Árna Þórs Sigurðssonar. Það hlýtur að gleðja okkur að fá báða þessa hv. þingmenn í ræðustól. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson sagði að öllum mætti vera ljóst að fundurinn væri alla vega til miðnættis eða lengur. Virðulegi forseti. Af hverju ætti öllum að vera það ljóst? (Gripið fram í: Við vitum ekkert um það.) (Gripið fram í.) Býr hv. þm. Árni Þór Sigurðsson, (Gripið fram í: Reynslan.) sem (Gripið fram í: Hokinn af reynslu) er hokinn af reynslu (Gripið fram í.) — illa farinn af reynslu — yfir einhverjum upplýsingum sem hann vill deila með þinginu? (Gripið fram í: Margur heldur mig sig.) Eða er þetta enn og aftur leyndarhyggja hjá ríkisstjórninni? (Gripið fram í: Spurðu forsetann.)

Virðulegi forseti. Ég hvet hv. þm. Árna Þór Sigurðsson að gefa allar þær upplýsingar sem hann hefur málið, því að hann segir að öllum eigi að vera það ljóst sem enginn veit neitt um. (Forseti hringir.) Þess vegna spyrja menn virðulegan forseta hvað þingfundur eigi að standa lengi. (Gripið fram í.) Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson (Forseti hringir.) ætti kannski að hætta að gjamma utan úr sal og koma hér upp og upplýsa (Forseti hringir.) okkur um málið.