139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:28]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þykir þetta ekki ríma neitt sérstaklega vel saman. Að hluta til fór ég yfir það í ræðu minni að gríðarlega mikil áhersla hefði verið lögð á mikilvægi þess að efla þingið, styrkja stöðu löggjafans gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta gengur augljóslega þvert gegn því. Það er því ekki verið að uppfylla væntingar sem menn höfðu eftir þá vinnu heldur er beinlínis verið að fara í þveröfuga átt.

Varðandi upplýsingalögin og að hugmyndir um skráningu og meðferð gagna hjá stjórnvöldum skuli ekki vera sett í samhengi við þau er eftir öðru, eins og ég hef verið að lýsa. Það vantar allt samhengi, það er einhvern veginn allt í lausu lofti. Menn vinna hvert mál út af fyrir sig án samráðs innan ríkisstjórnar, hvað þá við stjórnarandstöðu, (Forseti hringir.) og svo passa púslin ekki saman þegar á reynir.