139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:39]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er enginn bragur á þessu. Við erum á svokölluðum stubbi, á haustþingi. Upphaflega hugmyndin með því fyrirkomulagi var að kláruð yrðu mál sem hefðu verið í undirbúningi en ekki hefði náðst að afgreiða á vorþingi. Það er enginn bragur á því að við séum að tala á fyrsta degi vikunnar langt fram á nótt um mál, eins og ég hef nefnt áður, sem getur verið mikilvægt fyrir stjórnarliða en er langt frá því þess eðlis að brýna nauðsyn beri til að tala langt fram á nótt. Fyrir liggja mörg önnur mál sem eru miklu brýnni fyrir heimilin í landinu. Þrátt fyrir að hv. þm. Róbert Marshall telji að þetta sé eitt af brýnni málunum fyrir heimili landsins tel ég að það séu önnur mál sem hægt sé að flokka þar. Það er enginn bragur á þessu, forseti.