139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef örlitlar áhyggjur af virðulegum forseta. Það er búið að spyrja hann þó nokkuð oft sömu spurningarinnar og það kemur ekkert svar. Ég held að það væri hrikalega góð hugmynd ef hv. og virðulegur forseti mundi svara hv. þingmönnum því að menn hafa verið að biðja um svör við þessu að minnsta kosti frá því við komum hingað til fundar eftir kvöldmatarhlé. Ég held að flestum þeim sem horfa á þetta, talandi um virðingu þingsins og annað slíkt, finnist þetta vera svolítið sérkennilegt. Menn koma hér fram hvað eftir annað og spyrja þeirrar einföldu spurningar hvað þingfundur eigi að vera lengi. Ég vildi í það minnsta fá að vita, úr því að virðulegur forseti vill ekki svara þessari spurningu, hvort hann geti þá svarað því af hverju hann vill ekki svara þessari spurningu.

(Forseti (ÁI): Forseti hyggst hlýða á orð þeirra hv. þingmanna sem vilja ræða fundarstjórn forseta.)