139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:50]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla ekki að ítreka spurninguna um hversu lengi þingfundur eigi að standa því að þeirri spurningu verður fljótt svarað: Eftir 8 mínútur rennur út heimildin sem virðulegur forseti hefur til að halda þingfundi gangandi, enda er þá þessum degi lokið.

Hins vegar geri ég athugasemd við að hæstv. forseti skuli ekki svara þeim spurningum sem að henni er beint. Það hlýtur að vera eðlileg krafa hv. þingmanna að virðulegur forseti virði þá a.m.k. svars.

Jafnframt þykir mér undarleg innkoma skylmingaþrælsins sem svo var réttilega kallaður áðan, hv. þm. Róberts Marshalls, sem hvað eftir annað kemur upp til að halda því fram að umræðurnar um það mál sem hann leggur svo mikið upp úr séu tómt þvaður. Hann vill helst að ekki fari fram neinar umræður um málið, alla vega ekki á neikvæðum nótum. (Forseti hringir.) Telur virðulegur forseti þau ummæli ekki á einhvern hátt ámælisverð?