139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:00]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Í ljósi orða hv. þm. Róberts Marshalls, formanns allsherjarnefndar, áðan og nú datt mér í hug hvort hv. þingmaður þekkti limru Þorsteins Valdimarssonar. Hún hljóðar svo, með leyfi forseta:

Ég aðhefst það eitt sem ég vil

og því aðeins að mig langi til.

En langi þig til

að mig langi til

þá langar mig til svo ég vil.

Það væri kannski ágætt fyrir hv. stjórnarmeirihluta á þingi að velta því fyrir sér hvort ekki væri þarfara að fólk talaði saman. Það þarf ekki endilega að hafa samráð en það væri þarft að tala saman. Skítkast, óeining innan þessa eða hins flokksins á ekki að eiga sér stað þegar jafnbrýn mál eru til umræðu og hér eru á dagskrá. Ég vænti þess að hv. þingmaður kynni sér Þorstein Valdimarsson og læri þær limrur.