139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:03]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hæstv. forseti hefur svarað upp að vissu marki en við erum þó engu nær um það hversu lengi þingfundi verður haldið áfram. Ég verð að taka fram að það getur ekki á nokkurn hátt verið til of mikils mælst að hæstv. forseti upplýsi örlítið nánar um áform sín um framhald funda í kvöld.

Um leið vil ég ítreka það sem ég sagði áðan og ætlast ekki til svara af hálfu hæstv. forseta við þessa umræðu en hlýt þó að beina því til hennar og annarra úr ríkisstjórnarmeirihlutanum sem til mín heyra að það getur ekki verið til góðs að við förum inn í þessa síðustu daga þinghaldsins með hvert málið á fætur öðru í fullkomnu uppnámi og enga forgangsröðun og enga áætlun um hvernig eigi að ljúka þingstörfum.