139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Einmitt ekki. Það var endurtekið aftur og aftur og aftur að ein af meinsemdunum í íslensku þjóðfélagi væri foringjaræði. Hér er verið að undirstrika foringjaræði. Það er reyndar margt, eins og ég kom inn á, gott í frumvarpinu. Það er verið að formgera vissa hluti og sem betur fer verið að setja reglur um stjórnskipunina, hver ráði o.s.frv. Ef menn hefðu, ég veit ekki hvernig ég á að orða það, slysast til að hafa samráð um þetta frumvarp þá hefði það getað orðið virkilega gott frumvarp og við hefðum rætt það á sólskinsdegi og klárað klukkan sjö sama dag af því að allir hefðu tekið þátt í að móta það. Það hefði verið samráðsfrumvarp en ekki átakafrumvarp sem einn aðili bjó til og ætlar að pína eigin skoðunum upp á alla hina.