139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í fyrsta lagi varðandi tímann, að gefa sér tíma. Nú erum við að eyða mjög miklum tíma í umræðu um þetta. Ef menn hefðu komið strax við samningu frumvarpsins, ef frumvarpið hefði verið samið á Alþingi af öllum þingmönnum úr öllum flokkum þá hefði nokkuð svipað komið út úr því en þá hefðu öll sjónarmiðin komið strax inn. Nú kemur hv. formaður allsherjarnefndar og vill fara að ræða málin eftir á, eftir að menn hafa staðið í átökum.

Þetta er hárrétt hjá hv. þingmanni. Hvað viljum við gera? Við viljum að ríkisstjórnin vinni saman að lausn og finni eina sameiginlega stefnu fyrir Ísland. Þetta ákvæði í 4. gr. gerir ekkert annað en að sundra vegna þess að einn ræður alltaf og sá forsætisráðherra sem þá verður getur keyrt skoðanir sínar ofan í kokið á hinum. Það er mjög neikvætt.