139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:43]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að ræða aðeins betur við hv. þingmann um þær meginlínur sem eru í frumvarpinu og hefur verið mest (Gripið fram í.) gagnrýnt. — Forseti. Gæti ég fengið þögn í salinn? — Heimildir forsætisráðherra til þess annars vegar að skipa einstaka ráðherra og hins vegar til að geta flutt verkefni einhliða milli (Gripið fram í.) ráðuneyta — hvað finnst hv. þingmanni (Gripið fram í.) um þessar staðreyndir? (Gripið fram í.)

(Forseti (RR): Ég bið hv. þingmenn um að gefa mönnum tækifæri. (Gripið fram í.) Málfrelsi er virt á Alþingi, hv. þm. Mörður Árnason. (Gripið fram í.) Hv. þm. Mörður Árnason, málfrelsi er í ræðupúlti Alþingis, hver sem svo í hlut á (MÁ: Og hvað sem hann segir?) og þingmaðurinn hefur tækifæri til að ljúka máli sínu og fær til þess 10 sekúndur til viðbótar. )

Frú forseti. Hv. þm. Atli Gíslason er á mælendaskrá síðar í dag. Ég ræddi þetta síðast við hv. þm. Atla Gíslason á göngunum í morgun og þetta hefur margsinnis komið fram í hans máli okkar á milli og mun væntanlega gera það síðar í dag opinberlega. Þá getur hv. þingmaður rætt þetta við hann. (Forseti hringir.)

Mig langaði að beina því til hv. þingmanns og forvitnast um (Forseti hringir.) hvort hv. þingmaður telji mögulegt að afgreiða þetta mál á þessu þingi eða hvort gera þurfi á (Forseti hringir.) því það veigamiklar breytingar að taka (Forseti hringir.) þurfi það til gagngerrar endurskoðunar.

(Forseti (RR): Forseti áminnir þingmenn um að virða tímamörk.)