139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel mikilvægt að við förum betur yfir málið. Að sjálfsögðu þarf að gæta samhengis við aðra þá löggjöf sem ætlunin er að breyta, þ.e. upplýsingalögin og fleiri atriði sem ég veit að hv. allsherjarnefnd hefur verið með á sinni könnu og var ætlunin að klára síðastliðið vor en vannst ekki tími til. Nú er verið að reyna að klára eitthvað af því.

Auðvitað er alltaf erfitt tímans vegna að halda þessu öllu í sama menginu en þetta mál er tengt öðrum atriðum vegna forsögunnar. Það er engin sérstök ástæða til að flýta því í gegnum þingið og því tel ég að mun fari betur á því að taka það aftur í nefnd og ræða það frekar á næsta þingi.