139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:04]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla að láta það nægja þar sem við erum stödd í þessari umræðu að beina því til hæstv. forseta að beita sér fyrir því og hliðra þannig til á mælendaskrá, ef kostur er, að hv. þm. Merði Árnasyni gefist kostur á að koma í ræðustól og flytja mál sitt. Fáum þingmönnum liggur meira á hjarta í þessari umræðu en hv. þm. Merði Árnasyni en af einhverjum ástæðum hefur hann ekki séð ástæðu til að skrá sig á mælendaskrá.