139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:08]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Fundarstjórn forseta er með ágætum eins og sakir standa og ætla ég ekki að gera athugasemdir við hana en verð að koma því að að hv. þm. Róbert Marshall ætti að geta þess hversu langan tíma þingmannanefndarfulltrúarnir fengu til að láta í ljós álit á frumvarpinu og breytingartillögum allsherjarnefndar og hann ætti líka að rifja upp hvernig tekið var í þá ósk að formaður þingmannanefndarinnar, hv. þm. Atli Gíslason, kæmi á fund nefndarinnar til að ræða málið.

(Forseti (SF): Forseti vill árétta að undir þessum lið á einungis að ræða um fundarstjórn forseta, ekki önnur mál. Það eru aðrir liðir til þess.)