139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:52]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í ræðu minni áðan fór ég í kringum 20. mínútu vel yfir hvað við höfðum lagt til í þeirri skýrslu, ég og Frederic Mishkin. Mér finnst það miður að þingmaðurinn hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á ræðu mína vegna þess að svarið lá í henni. En við skulum gefa honum það að hann hafi þurft að fara á klósett eða eitthvað slíkt, kannski í bað.

Það sem ég sagði í ræðunni var að eins og við lögðum til í skýrslu okkar þá teldi ég mjög brýnt að sameina Fjármálaeftirlit og Seðlabanka til að eftirlit með fjármálastöðugleika yrði aukið í landinu þannig að kerfisáhættan sem myndaðist mundi ekki hlaðast upp eins og hún gerði í aðdraganda hrunsins.