139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get svo sem ekki bætt miklu við það sem ég sagði áðan og ekki bætt miklu við það sem hv. þingmaður hefur farið yfir. Ég tel þetta afar sérstakt og skrýtinn brag á því ef stjórnmálaforingi sem verður forsætisráðherra verður allt í einu einhvers konar siða- og siðferðisfyrirmynd annarra ráðherra og skipar þeim hvernig þeir skuli haga sér og annað slíkt. Við höfum lög og reglur hér á landi og almennt siðferði og ef menn geta ekki farið eftir þeim brjóta þeir annaðhvort lög eða þjóðfélagið hafnar þeim vegna þess að þeir eru ósiðlegir, eða hvað getum við sagt?