139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:35]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson komi nákvæmlega inn á atriði sem skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi. Það er mikil hætta á því að ef forsætisráðherra lands er ekki nógu stór í hugsun og er ekki nógu stór til að sinna því hlutskipti sem hann á að gera fyrir hönd þjóðarinnar heldur lætur glepjast af tálvonum annarra landa, bræðra okkar í Evrópu, skulum við kalla þá með fyrirvara, ef hann lætur glepjast af því þá er fjandinn laus. Það er nú ekki flóknara.

Það er engin spurning að reglugerðirnar í stjórnkerfinu um áratugaskeið hafa verið skelfilega misnotaðar af öllum stjórnmálaflokkum Íslands og það á ekki að hvetja til þess að það sé aukið eins og gert er með þessu móti.