139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að spyrja virðulegan forseta að gefnu tilefni hvort ekki sé rétt hjá mér að það sé engin skylda að fara tvisvar í andsvar. Ég geri það t.d. mjög sjaldan vegna þess að yfirleitt fæ ég svar við spurningu minni eftir fyrsta svar. Ég get ekki ímyndað mér, virðulegi forseti, að það sé skylda að tala tvisvar þó maður fari í það sem kallað er hér andsvar. Ég bið forseta að skýra út fyrir mér hvort það sé ekki rétt.