139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:49]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tel, eins og aðrir þeir sem hér hafa talað, enga skyldu til að fara í tvígang í andsvar. Ég er algjörlega sammála hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur um það. Það getur líka komið fyrir, og það hefur komið fyrir mig að svör hafi borist við spurningu sem ég hugðist leggja fram. Þá getur maður auðvitað fallið frá andsvari í heilu lagi. Þegar menn óska hins vegar eftir andsvari um tiltekið málefni og ræðumaður ræðir eitthvað allt annað mál, er kannski ekki nema eðlilegt að menn falli frá því að fara í andsvar um málið sem er á dagskrá. Það hefur líka komið fyrir og ég hygg að það hafi komið fyrir í dag.

(Forseti (ÞBack): Forseti telur að hv. þingmenn sem hafa mislanga þingreynslu þekki allir reglurnar um andsvörin og ef svo er ekki telur hann rétt að þeir rifji upp hvernig eigi að fara í andsvör.)