139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla ekki að ræða um andsvör. Ég ætla ekki að ræða það sem menn hafa rætt hér mest um. Ég ætla að ræða um stjórn fundarins og hvort hæstv. forseti geti ekki sett í gang umræðu um stöðu mála í Evrópusambandinu, um stöðu mála á þýska þinginu, um áhyggjur manna um alla Evrópu af stöðu Grikklands og hvaða afleiðingar hún kunni að hafa á stöðu evrunnar. Ég vona að til þess komi ekki að evran falli eða eitthvað slíkt, því það hefði ófyrirséðar afleiðingar fyrir efnahag Íslands, en ég vil gjarnan að menn ræði þetta hér á þingi og það sem allra fyrst.