139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:57]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú höfum við fengið að heyra enn eitt furðuandsvarið frá hv. þm. Róberti Marshall sem virðist ekki alveg átta sig á því um hvað umræðurnar snúast. Getur hæstv. forseti reynt að útskýra fyrir hv. þingmanni mikilvægi þess að þingmenn fái að ræða þau mál sem krefjast mikillar umræðu, en jafnframt að mál geti verið misbrýn? Nú legg ég til að hæstv. forseti útskýri muninn á þessu, annars vegar málum sem liggur á og hins vegar málum sem geta verið stór og krafist mikillar umræðu en liggur ekki eins mikið á. Ef virðulegur forseti gæti útskýrt þetta fyrir hv. þm. Róberti Marshall slyppum við hugsanlega við fleiri svona andsvör þar sem hv. þingmaður virðist algjörlega standa á gati um muninn á þessu tvennu, brýnum málum og (Forseti hringir.) málum sem liggur síður á.