139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:39]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, þetta atriði var ítarlega rætt í nefndinni og á tímabili var m.a. rædd þar tillaga um að koma upp sérstakri mannauðsskrifstofu fyrir Stjórnarráðið allt og ráða menn þar inn. Sú tillaga þótti kannski ekki nógu vel rædd til þess að taka hana inn sem slíka. Um hana hefði þurft mikið samráð við starfsmenn og samtök opinberra starfsmanna.

Hér er tæpt á máli sem ég get alveg hreint verið sammála hv. þingmanni um að eigi að skoða betur. Það er brýnt að starfsmenn í Stjórnarráðinu eigi þess kost að flytja sig á milli verkefna og milli starfa þó að ekki væri til annars en að koma í veg fyrir kulnun í starfi .