139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:48]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil ólíkt fyrri þingmanni sem fór í andsvar við hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þakka henni fyrir málefnalega ræðu þar sem hún vakti akkúrat máls á því hvað við erum að tala um hérna. Í skýrslu þingmannanefndarinnar sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram gagnrýni á að völd þingsins hefðu verið skert á undangengnum árum og að fara þyrfti í þveröfuga átt, að auka völd og virðingu Alþingis.

Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann að því, hún kom reyndar aðeins inn á það í sinni ræðu: Telur hv. þingmaður að þetta sé í takt við þann anda sem sveif yfir vötnunum í starfi þingmannanefndarinnar og niðurstöðum hennar? Í öðru lagi: Telur hv. þingmaður að það sé málefnalegt og málinu til framdráttar að reyna að troða því í gegn á haustþingi í bullandi (Forseti hringir.) ágreiningi, svona grundvallarmáli?