139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:45]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Flest mál enda náttúrlega með atkvæðagreiðslu, það er alveg rétt. En það er líka skylda okkar þingmanna og hlutverk að ræða málin, reyna að laga vond mál, mál sem yrðu til þess t.d. að skerða löggjafarhlutverkið. Við þurfum að styrkja löggjafann. Ég held að við séum engu bættari með að fara í atkvæðagreiðslu um mál sem er illa unnið eða ekki tilbúið. Ég er ekki endilega að segja að þetta mál sé þannig, en við getum verið í þeirri stöðu og höfum reyndar séð það allt of oft, hv. þingmenn, að mál fara hér í gegn á þvílíkum spretti að þau þurfa að koma aftur inn til að hægt sé að laga þau. Ég held að þetta mál þurfi miklu meiri yfirlegu áður en það fer í atkvæðagreiðslu, það er einfaldlega ekki tilbúið til þess að mínu viti. Það er mjög einfalt að segja: (Forseti hringir.) Eiga ágreiningsmálin ekki bara að fara í atkvæðagreiðslu? (Gripið fram í.) Þau þurfa þá að vera tilbúin til þess og þetta mál er ekki tilbúið.