139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Þór Saari kom hér áðan upp og sagði að þingmenn væru í málþófi og ég andmælti því úr sæti mínu. Ég hefði óskað eftir að forseti tæki það upp hvort þingmenn væru í málþófi. Ég hélt ræðu í gærkvöldi klukkan hálfellefu og ég fullyrði að það var ekki málþóf. Og hv. þm. Þór Saari er ekki einu sinni viðstaddur umræðuna.