139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:47]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil benda hv. þm. Pétri Blöndal á að fá útprentaða ræðu hv. þm. Jóns Gunnarssonar frá því í gær þar sem hann útskýrði hvers vegna hann stæði hérna í málþófi, af hverju það væri mikilvægt. Það er þá greinilegt að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa mismunandi skoðanir á því hvað fer hér fram. En það kom alveg klárt og kvitt fram í ræðu hv. þingmanns að hann leit svo á að hann væri hérna í málþófi, það væri réttur stjórnarandstöðunnar, og það gæti sumpart verið nauðsynlegt. Ég skil ekki hvers vegna hv. þm. Pétur Blöndal bregst svo reiður við. Þetta er kannski eitthvað sem hann ætti að taka upp og brýna raust sína frekar á þingflokksfundum hjá Sjálfstæðisflokknum.