139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fer að halda að hv. þm. Róbert Marshall sé farinn að fara ofar en ég á sýndarandsvaralista hv. þm. Marðar Árnasonar miðað við þau andsvör sem þingmaðurinn viðhefur. Þetta er mjög sérkennileg nálgun sem þessir tveir ágætu stjórnarþingmenn hafa hér á hlutunum. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Ég verð að segja — eða sýndarforsetaathugasemdir þá, orðum það bara þannig.

Ég vil segja, hæstv. forseti, að ég tek undir með hv. þm. Pétri Blöndal. Það er alveg furðulegt að sitja undir því að þingmenn sem ekki sjást í þingsalnum gagnrýni okkur fyrir málþóf. Það kann vel að vera að einn og einn þingmaður komi hingað upp og segi: Ég er á móti þessu frumvarpi, ætla því að vera í málþófi. Það er þá hans ákvörðun, væntanlega réttur hans líka. En flest okkar, langflest, erum búin að ræða þetta mál mjög efnislega, grein fyrir grein, velta upp hinum ýmsu hlutum, þar á meðal hv. þm. Pétur Blöndal sem gerði það í mjög athyglisverðri ræðu í gær sem ég held örugglega að hv. þm. Róbert Marshall hafi heyrt hérna meira að segja, hann er mjög iðinn við að sitja hér og þakka ég honum fyrir það. En það er hins vegar ekki hægt að sitja undir svona furðulegum árásum frá þingmönnum sem eru ekki einu sinni á svæðinu.