139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:54]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er á engan hátt hægt að tala um að hér sé málþóf í gangi. Hér hafa verið fluttar margar mjög góðar ræður og ég vil taka undir með þeim sem fjölluðu um ræðu hv. þm. Péturs Blöndals. Sú ræða sem hann flutti var mjög góð.

Eftir því sem málið er rætt meira og kafað er meira ofan í það, þeim mun betur kemur í ljós hversu alvarlegt það er ef málið verður samþykkt. Það er ekkert alvarlegt við það að menn rýni í málið og reyni að ræða það og komi auga á hvað betur megi fara, þeim atriðum fjölgar alltaf. Það verður fyrst alvarlegt ef málið verður samþykkt og það orðið að lögum, herra forseti.