139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:29]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og málum er háttað í dag er slíkt ekki hægt nema bera það undir Alþingi. Kveðið er á um þetta í lögum og það þurfa að fara fram þrjár umræður á Alþingi, umsagnir og nefndarfundir, áður en mögulegt er að flytja verkefni með þessum hætti, stór verkefni milli ráðuneyta, og breyta ráðherraskipan. Alþingi hefur fyrr á þessu kjörtímabili einmitt sýnt vald sitt eða vilja sinn í þessum málum með því að taka út fyrirhugaða sameiningu í atvinnuvegaráðuneyti þegar frumvarp kom frá hæstv. forsætisráðherra. Hvað segir hv. þingmaður um það, er Alþingi þá ekki í raun að sýna fram á vilja til að halda þessu áfram inni og geta haft áhrif á hvernig ráðuneyti eru skipuð og með hvaða hætti málaflokkar raðast inn í ráðuneyti?