139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[15:10]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla þeim orðum hæstv. forsætisráðherra að það sé vegna þvermóðsku stjórnarandstöðunnar sem ekki hefur náðst samkomulag um þinglok. Þvert á móti hefur stjórnarandstaðan verið viljug til þess á þeim fundum sem haldnir hafa verið að greiða fyrir þingstörfum, setja þau mál á dagskrá sem skipta máli fyrir endurreisn þjóðarinnar, setja þau brýnu mál á dagskrá sem við þurfum að ræða, en hæstv. forsætisráðherra er ekki til viðtals um annað en halda áfram að ræða það mál sem nú er á dagskrá.

Síðan verð ég einnig að mótmæla því þegar hv. þingmenn koma hingað upp og nánast gagnrýna málfrelsi þingmanna í 2. umr. um frumvörp. Ég mótmæli harðlega því sem fólst í orðum (Forseti hringir.) hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur.