139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[15:12]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég stend nú upp til að mótmæla orðum hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem hér komu fram. Það er einfaldlega rangt sem hv. þingmaður heldur fram og hrein ósvífni að halda því fram að ég hafi á þessum fundum verið sú eina sem ekki hafi sýnt vilja til þess að ná saman um þingstörfin. Þetta er rangt. Það getur hæstv. fjármálaráðherra örugglega staðfest. Ég kom með hugmyndir að lausn á þessum deilumálum. Önnur var að taka upp tillögu frá þingmanni Framsóknarflokksins um að þingið kæmi sjálft að því ef breyta ætti ráðuneytum í stjórnsýslunni og greiddi um það atkvæði hvort meirihlutavilji væri fyrir því. Hin sneri að gjaldeyrishöftunum þar sem verulega var komið til móts við stjórnarandstöðuna og er ekki hægt að neita því. Mér finnst stjórnarandstaðan sýna fullkomna óbilgirni í þessu máli.

Um hvað snýst þetta mál? Það er verið að taka til eftir hrunið 2008 með ákvæðum í þessu frumvarpi m.a. (Forseti hringir.) í samræmi við tillögur rannsóknarnefndar Alþingis. (Gripið fram í: Heyr, heyr!) [Kliður í þingsal.]