139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[15:39]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp vegna ummæla hv. þingmanna um fund um aðildarviðræður við ESB í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og utanríkismálanefnd. Greint var frá því vel og skilmerkilega á fundi um daginn hvar þau mál stæðu og sagt að verið væri að undirbúa þann fund og það hefur verið ítrekað hér af hv. formanni utanríkismálanefndar. Þegar ég kom inn á Alþingi reiknaði ég með því að vitsmunir hér væru yfir meðallagi, að meðalgreindin væri vel yfir meðallagi. Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa hlustað á stjórnarandstöðuna síðasta hálftímann efast ég um að vitsmunir hér séu yfir meðallagi. (VigH: Ávítur. Ávítur.) (Forseti hringir.) [Háreysti í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í þingsal og biður þingmenn um að gæta orða sinna í annað sinn í dag úr þessum stóli.)