139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé nú mikilvægt að við stöldrum aðeins við og athugum það, og ég bið forseta að kanna það, hvort ekki sé full ástæða til að finna út úr því hvort við getum ekki tekið önnur mál á dagskrá en það mál sem hér er um að ræða þar sem mjög margir ræðumenn eru enn eftir. Við sjáum að það er töluvert eftir af málum sem eru með dagsetningar sem við þurfum að klára. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við breytum því dagskránni og förum í þau mál. Það er alveg sama hvað menn kalla þessar ræður okkar hér úr ræðustól, þá erum við að reyna að kafa dýpra ofan í málið. Svör hafa ekki fengist við öllu því sem hér hefur verið velt upp. Þannig er það bara, því miður. Væntanlega koma þau svör.

Ég vil líka nota tækifærið, forseti, og geta þess að ég er hér á mælendaskrá og mun fara vel yfir stefnu Framsóknarflokksins og aðrar stefnur.