139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ágæta og yfirvegaða ræðu. Þingmaðurinn hefur töluverða reynslu af þingstörfunum. Þó að ég viti að hv. þingmaður hafi ekki enn setið í stóli ráðherra langar mig, með leyfi … (Gripið fram í.) Það getur vel verið, ég veit ekkert um það. Kannski er verið að upplýsa eitthvað í þingsalnum um nýjar stjórnarmyndunarviðræður, ég veit það ekki.

Mér sýnist stundum af umræðunum hér um hvað má og hvað má ekki og þegar kemur að því að sækjast eftir völdum séu það gjarnan þeir sem setið hafa einhvern tíma í stólunum sem séu veikari fyrir því aðrir að hafa losarabrag og ná sér í frekari völd. Hv. þingmaður hefur nefnt það í ræðum eftir þingmannaskýrsluna og annað … (Forseti hringir.)

(Forseti (SF): Forseti vekur athygli á því að klukkan er biluð en hv. þingmaður er búinn með mínútuna sína.)

Þar fór í verra.

Er þetta til að auka formfestuna eða ekki?