139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta. Er þá hugmyndin í þessu frumvarpi byggð á skýrslu Framsóknarflokksins um þessi málefni, er það rétt skilið? Er það þá hugmynd þess hv. þingmanns sem hér talaði og er í allsherjarnefnd að einhvers staðar annars staðar í íslenskri löggjöf komi það fram að ráðherrar muni ekki sitja á þingi, þannig að ég átti mig á samhenginu? Er það samhengið eða er það spurning sem er ósvarað? Er það hluti af þessum breytingum að jafnframt sé það stefna núverandi stjórnarmeirihluta að ráðherrar eigi ekki sæti á þingi?

Varðandi oddvitana er ég að reyna að átta mig á í hvað hv. þingmaður var að vísa, við höfum svo stuttan tíma. Var það 4. gr.? (MÁ: … 6. gr.) 6. gr. — ég held ég verði að ná að lesa það og taka það í seinna andsvari.