139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:05]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég reyndi að leggja áherslu á það í máli mínu að 2. gr. og sú breytingartillaga sem fram hefur komið varðandi hana er ekki meginástæðan fyrir því að ég tel að þetta frumvarp sé ekki fullbúið og ég muni ekki samþykkja það. Það eru önnur atriði sem ég tel að valdi því að þetta mál sé ekki fullrætt. Ég hafna þeirri aðferðafræði í þessu máli að einblína á 2. gr. og þá umræðu sem skapast hefur um að þetta snúist um persónur. Sumir hafa haldið því fram að hér sé verið að setja inn breytingartillögu sem miði að því að einn ákveðinn einstaklingur í núverandi ríkisstjórn ætli að taka til sín allt vald. Ég hafna því að fara í þessa umræðu þá þeim forsendum.

Ég tek fram að það eru stærri mál sem við höfum ekki gert tilraun til að ná utan um. Það eru þær ábendingar sem birtast okkur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ég tel einfaldlega þess vegna að okkur beri (Forseti hringir.) að vinna þetta mál betur.