139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[19:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég er á svipuðum slóðum og félagar mínir í þinginu um að það sé náttúrlega enginn bragur á þessu eins og þetta er. Á dagskrá eru 33 mál og miðað við hvernig hefur gengið reiknast mér til að upp úr áramótum verðum við búin með dagskrána. Það er náttúrlega alveg ómögulegt. Þess vegna vil ég mælast til þess að virðulegur forseti eigi orðastað við þá sem stjórna þinginu fyrst forsetinn gerir það ekki, og mælast til þess að reynt verði að finna einhverja lausn á þessu máli. Það er enginn bragur á þessu, það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að horfa á hvernig störfin í þinginu ganga fyrir sig. Því beini ég þessum vinsamlegu tilmælum til virðulegs forseta.