139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:50]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil það á svari hv. þingmanns að honum finnist ekki felast í þessu mikil aukning á formfestu en það var akkúrat gagnrýnt mest í kjölfar hrunsins. Það var ekki það að það vantaði meiri sveigjanleika og meira vald til forsætisráðherra, heldur að skortur á formfestu í stjórnsýslunni hefði verið meðal þess sem kom okkur í koll.

Vegna orða hv. þingmanns um núverandi forsætisráðherra, við þurfum reyndar ekki að ræða þetta út frá einum forsætisráðherra, skulum við hugsa okkur að þetta væri komið á og þá spyr ég: Telur hv. þingmaður að einhver ríkisstjórn sem komin væri með þetta vald mundi einhvern tímann gefa það frá sér? Telur þingmaðurinn einhverjar líkur á því að Alþingi (Forseti hringir.) mundi endurheimta þetta vald (Forseti hringir.) sem frá því yrði tekið með þessari lagabreytingu?