139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:56]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni með að það væri mjög fróðlegt að fleiri sem eru fylgjandi þessu máli og tala um mikilvægi þess að það verði samþykkt tækju þátt í þessari umræðu og færu meðal annars yfir þau atriði sem hafa verið gagnrýnd. Hver er hugmyndafræðin á bak við þetta? Telja menn eðlilegt að færa einni manneskju, hvort sem það er núverandi hæstv. forsætisráðherra eða einhver sem á eftir kann að koma, allt þetta vald? Það kann að vera að hv. þingmaður verði orðinn forsætisráðherra að einhverjum árum liðnum. Telja menn eðlilegt að einn maður hafi þetta vald, hvort sem það er hv. þingmaður, núverandi hæstv. forsætisráðherra eða einhver annar? Ekki ég. Og mér finnst með ólíkindum að menn ætli í blindni að samþykkja þetta.