139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér er svo umhugað um ríkissjóð að mér finnst það alls ekki koma til greina að menn auki útgjöld ríkissjóðs með þessum hætti núna þegar verið er að skera niður. Þá mundi þurfa að segja upp fleira fólki og hækka skatta enn frekar. Ef þetta frumvarp á að gefa merki um að nú eigi að fara að gusa út 100 milljónum á sama tíma þá finnst mér það ekki við hæfi.