139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég sit í nefnd um breytingu á almannatryggingalögum og þar er sífellt verið að segja: Breytingin má ekki leiða til útgjalda. Hún má ekki leiða til útgjalda til handa öryrkjum og öldruðum. Þess vegna skýtur það skökku við, frú forseti, að lesa tillögur um að auka útgjöldin um 100 milljónir á sama tíma og sagt er út um allt: Það eru ekki til peningar. Það eru ekki til peningar í þetta og það eru ekki til peningar í hitt. En með þessu er verið að auka pólitískt vægi í ráðuneytunum, ekki faglegt, heldur pólitískt vægi, því að aðstoðarmenn ráðherra verða væntanlega allir stjórnmálasinnaðir og með sömu stefnu og ráðherrann, og koma og fara með ráðherrum um alla framtíð.