139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var undarleg spurning. Ég hef aldrei verið í Framsóknarflokknum og ætla mér ekki að ganga í hann. (Gripið fram í: Nú?) Mér kemur eiginlega ekkert við hvaða stefnu þeir hafa. Ég hef frekar grun um að hv. þingmaður hafi spurt mig þessarar spurningar til að koma þessu að án þess að Framsóknarflokkurinn gæti svarað. Mér þætti miklu eðlilegra að hv. þingmaður spyrði framsóknarmenn að þessu eða formann þingflokksins þegar hann fer í ræðustól sem ég reikna með að verði fljótlega. (Gripið fram í: Hvað finnst þér um þetta?) Ég á ekki að hafa neina skoðun á því frekar en ég hafi skoðun á Samfylkingunni. Ég ætla að vona að menn vilji ekki heyra skoðun mína á Samfylkingunni því að hún mundi jafnvel valda hérna bjölluhljómi. (Gripið fram í: Þú hefur …) Það mundi valda bjölluhljómi.

Ég sakna þess hins vegar að heyra í hv. þingmönnum Vinstri grænna. Það heyrist allt of lítið í þeim. Ég vildi gjarnan heyra sérstaklega hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, þann hv. þingmann segja skoðun sína á frumvarpinu.