139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú hefur það komið fram hér í ræðum að þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu með sér meiri hluta árið 2007 var það krafa Samfylkingarinnar að í samningnum um stjórnarsamstarfið væri kveðið á um að útrásinni skyldi haldið áfram. Það hefur komið fram hér og samfylkingarmenn hafa staðfest það. Er það þá enn stefna Samfylkingarinnar að styðja við útrásina?