139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Eins og ég benti á áðan eru það ekki bara þessir tveir hæstv. ráðherrar sem málið varðar. Maður getur til dæmis hugsað sér að hæstv. umhverfisráðherra sem oft tekur mjög afdrifaríkar og umdeildar ákvarðanir í umhverfismálum missi verkefni sín allt í einu, bara fyrir hádegi, að hæstv. forsætisráðherra taki ákvörðun um það. Ég er ansi hræddur um að mönnum kunni að bregða þegar farið verður að beita því ákvæði í lögunum að flytja verkefni og málefni frá einum ráðherra til annars.